Þjónustuyfirlit

Þessi listi er í vinnslu...

Afgreiðslutími:

Afgreiðslutími þjónustuborðs okkar er 09:00 - 12:00 og 13:00 - 18:00 alla virka daga.
Utan afgreiðslutíma er hægt að fá samband við neyðarþjónustu, allann sólarhringinn, allt árið um kring.

Þjónustuborð og beiðnakerfi

Við notum ZenDesk til að halda utan um allar verkbeiðnir sem okkur berast. Þar eru beiðnir flokkaðar og afgreiddar eftir forgangsröðun.
Beiðnakerfið okkar er með ISO 27001 og einnig ISO 27018 vottun.
Viðskiptavinir geta stofnað sér aðgang í beiðnakerfinu og fylgst með öllum sínum málum þar. Hægt að taka út skýrslu og yfirlit um öll mál sem tengjast fyrirtækinu.
Hvernig stofna ég beiðni ?
 • Sendu okkur tölvupóst á hjalp@netvoktun.is
 • Við erum með spjall á heimasíðunni okkar netvoktun.is
 • Sendu okkur skilaboð á facebook
 • Skráðu þig inn í beiðnakerfið okkar og stofnaðu nýja verkbeiðni.
 • Einnig er hægt að hringja í okkur og biðja okkur um að stofna beiðnina.
Með öllum þessum leiðum stofnast beiðnin í beiðnakerfinu okkar og fær trygga og góða þjónustu.

Þjónustur:

Við sníðum okkar lausnir að ykkar þörfum, og má segja að við veitum alla þá UT-þjónustu sem hugurinn girnist, svo þið getið einbeitt ykkur að því sem skiptir máli. Ef okkur tekst ekki að leysa verkefnið þá getum við fundið aðila sem getur tekið það að sér. En í 99,9% tilvikum leysum við verkefnin sjálfir hratt og örugglega.
Tímagjald tæknimanns kostar: 15.990 m/vsk og gildir fyrir hverja byrjaða klukkustund.
Þjónustusamningar:
Hægt að fá tímagjald tæknimanns á lægra verði gegn samningi sniðin að þínum þörfum.
Hér að neðan er listi yfir þær helstu þjónustur og verkefni sem við tökum að okkur að leysa og þjónusta.
 • Ráðgjöf
 • Almenn tækniþjónusta á útstöðvum notanda
 • Þjónusta við Windows server umhverfi
  • Starfsmenn okkar eru menntaðir á Windows og Windows server
 • Þjónusta við Linux, Unix og BSD umhverfi
 • Þjónusta við skýjalausnir (s.s. Microsoft, Amazon og Google)
  • Netvöktun eru vottaðir Microsoft Partnerar , og einnig eru vottaðir Educational license providers
 • Þjónusta við leyfismál
 • Þjónusta við vefsíðugerð
 • Þjónusta við Forritun og sérverkefnum tengt því
 • Þjónusta við gagnagrunna
 • Þjónusta við hýsingar og rekstur á Windows og Linux netþjónum
 • Þjónusta við netkerfi
 • Þjónusta við fjarskiptalausnir
  • Netvöktun selur heildstæðar fjarskiptalausnir (s.s. internet og símaþjónustu)
 • Þjónusta við viðburði - mætum með upptökubúnað og sendum út í beinar útsendingar
 • Viðgerðir á tölvubúnaði
 • Sala á tölvubúnaði:
  • Við erum í samstarfi við alla helstu birgja og bjóðum uppá mjög breitt úrval af búnaði frá öllum helstu vörumerkjunum.