Yfir ljósleiðarann er hægt að fá háskerpu sjónvarpsþjónustu frá Vodafone og Símanum.
Grunngjald er greitt mánaðarlega fyrir leigu á myndlyklum. Innifalið í grunngjaldinu eru allar fríu stöðvarnar, efni í opinni dagskrá á Stöð 2 og Sjónvarpi Símans og Leigan. Með Leigunni fæst aðgangur að fjölbreyttu úrvali kvikmynda og sjónvarpsþátta sem hægt er að leigja allan sólarhringinn. Mánaðargjald háskerpu / 4K myndlykils er 2.200 kr.
Gjald vegna Sjónvarpsþjónustu er innheimt af Símanum eða Vodafone. Myndlykar eru afhentir í verslunum Símans og verslunum Vodafone.
Sjónvarp á ljósneti
Yfir ljósnet er hægt að fá háskerpu sjónvarpsþjónustu frá Símanum og tengja allt að fimm myndlykla. Grunngjald er greitt mánaðarlega fyrir leigu á myndlyklum Símans. Grunngjaldið veitir aðgang að öllum opnum innlendum stöðvum, SíminnBíó, Karaoke og íslenskum útvarpsstöðvum.
Mánaðargjald myndlykils er 2.200 kr. og styður hann háskerpu og 4K. Myndlyklar eru afhentir í verslunum Símans. Gjald vegna sjónvarpsþjónustu er innheimt af Símanum.
Apple TV
Nú geturðu skilað myndlyklinum og horft á sjónvarpið fyrir 0 kr. með Apple TV!
-
Horft og hlustað frítt á RÚV, RÚV 2, RÚV Frelsi, Rás 1, Rás 2, Rondó og KrakkaRÚV með RÚV appinu.
-
Horft á þúsundir þátta og kvikmynda með áskrift að Netflix, Amazon Prime Video og Hulu.
-
Sótt Stöð 2 appið og horft á allar opnu stöðvarnar á Íslandi frítt eða fengið þér áskrift (t.d. Stöð 2, Stöð 2 Maraþon, Hopster o.fl.) og horft á hana með appinu.
-
Leigt alls konar þætti og kvikmyndir í Leigunni á vefsjónvarpi Stöðvar 2 og síðan horft á efnið í Apple TV.
-
Verið með YouTube appið og haft aðgengi að milljónum myndbanda.
-
Sótt alls konar forrit og leiki!