Skilmálar þessir gilda fyrir internetþjónustu um fastlínu (hér eftir þjónustan) sem Netvöktun veitir til heimila. Almennir skilmálar gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála, skulu ákvæði þessara ganga framar.
Skilyrði þess að geta keypt þjónustuna er að áskrifandi hafi náð 18 ára aldri.
Verð fyrir þjónustuna kemur fram í verðskrá eins og hún er á hverjum tíma.
2.0
Nýskráning
+
−
Eftir að þjónusta hefur verið pöntuð reynir Netvöktun ávallt að tengja viðskiptavin eins fljótt og auðið er. Nýtenging getur þó tekið allt að 20 virka daga vegna ljósleiðara og 10 virka daga vegna xDSL. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna getur nýtenging tekið lengri tíma.
Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með því að staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með rafrænum hætti, við samþykki tilboðs og staðfesta að hafa kynnt sér skilmálana með skriflegum hætti, við samþykki tilboðs.
Upphaf þjónustunnar miðast við þann tíma er þjónustan verður virk og greiðir viðskiptavinur fyrir þjónustuna frá þeim degi.
3.0
Þjónustan, afköst og gæði
+
−
Viðskiptavinur ákveður sjálfur eða í samráði við þjónustufulltrúa Netvöktunar hvaða áskriftarleið hentar hverju sinni. Þjónustugjald tekur mið af því gagnamagni sem fylgir hverri áskriftarleið. Netvöktun kann að þróa og bjóða upp á nýja tækni, eiginleika eða þjónustu sem viðskiptavinur getur bætt við áskriftarleið sína að kostnaðarlausu eða gegn gjaldi.
Þjónustan er ætluð til heimilisnota og er þjónustustig við skipulagt eða óskipulagt rof á henni í samræmi við það.
Innifalin notkun áskriftarleiðar gildir fyrir hvern almanaksmánuð. Ónotað gagnamagn færist því ekki yfir á næsta mánuð.
Netvöktun stefnir ávallt að því, að tryggja stöðugleika og gæði þjónustunnar. Tengihraði notanda er hins vegar alltaf háður gæðum þeirra línu sem liggur til notanda, fjarlægð notanda frá símstöð, álags á línu auk annara þátta. Af þeim sökum getur Netvöktun ekki tryggt að tengihraði sé sá sami og áskrift hans segir til um.
Netvöktun aðhefst ekkert sem gæti haft áhrif á gæði internetþjónustu notanda. Viðskiptavinur hefur þó val um að kaupa þjónustu sem felur í sér umferðarstýringu.
IPTV og Voip þjónusta hefur forgang fram yfir internet viðskiptavinar. Notkun á t.d. sjónvarpsþjónustu getur því haft neikvæð áhrif á hraða internetþjónustunnar.
Í neyðarástandi t.d. ef að sæstrengur bilar áskilur Netvöktun sér þann rétt að takmarka tengingar viðskiptavina í hóflegan bithraða til þess að tryggja að allir viðskiptavinir Netvöktunar geti fengið lágmarks
þjónustu.
Netvöktun tekur ekki gjald fyrir umframnotkun á keyptu gagnamagni. Fari viðskiptavinur hins vegar yfir innifalið gagnamagn áskilur Netvöktun sér rétt til að færa viðskiptavin í áskriftarleið sem samræmist notkun hans. Sú sjálfkrafa breyting tekur gildi um næstu mánaðarmót en viðskiptavinur getur óskað þess að fara aftur í fyrri áskriftarleið, en slík breyting tekur gildi næstu mánaðarmót á eftir.
4.0
Ábyrgð
+
−
Netvöktun ber ekki ábyrgð á tjóni, beini eða óbeinu, vegna sambandsleysis rofs á fjarskiptum eða annara truflana í samræmi við 40. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003.
Netvöktun ábyrgist tengingu inn í símainntak hvers húss. Innanhúslagnir eru hins vegar ávallt á ábyrgð húseiganda.
Netvöktun ber enga ábyrgð á uppsetningu hugbúnaðar né heldur af tjóni sem uppsetning eða notkun hans kann að valda. Öll notkun viðskiptavinar á internetinu er á ábyrgð viðskiptavinar og tjón sem valdið er af þriðja aðila er ekki á ábyrgð Netvöktun.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á öllum þeim búnaði sem hann fær frá Netvöktun, sú ábyrgð fellur niður þegar búnaði hefur verið skilað. Ábyrgð viðskiptavinur tekur ekki til eðlilegra slita á búnaði en sé búnaðurinn ólánshæfur vegna meðferðar viðskiptavinar getur Netvöktun krafist greiðslu samkvæmt gildandi verðskrá.
5.0
Notkun
+
−
Viðskiptavin er óheimilt að misnota þjónustuna t.d. með því að trufla samskipti tengingar annarra, eða hafa áhrif á notkun annara viðskiptavina Netvöktun.
Viðskiptavin er óheimilt að samnýta aðgang þjónustunnar með öðrum heimilum eða fyrirtæki. Ef í ljós kemur að viðskiptavinur misnotar búnað eða þjónustu Netvöktun, eða gerir öðrum aðilum það kleift með ásetningi eða gáleysi sínu, áskilur Netvöktun sér rétt til að synja viðskiptavinum þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar.
Netvöktun tekur ekki gjald fyrir umframnotkun á keyptu gagnamagni. Fari viðskiptavinur hins vegar fram yfir innifalið gagnamagn áskriftarleiðar áskilur Netvöktun sér rétt til að færa viðskiptavin í áskriftarleið sem samræmist notkun hans. Sú sjálfkrafa breyting tekur gildi um næstu mánaðarmót en viðskiptavinur getur óskað þess að fara aftur í fyrri áskriftarleið, slík breyting tekur gildi næstu mánaðarmót á eftir.
Netvöktun áskilur sér rétt til að mæla heildarnetnotkun viðskiptavina sinna. Áskriftarleið með endalausu gagnamagni felur ekki í sér að notkun viðskiptavinar megi vera óhófleg. Sé notkun svo mikil að hún veldur neikvæðum áhrifum á upplifun annara viðskiptavina af þjónustunni áskilur Netvöktun sér rétt til að takmarka eða loka fyrir þjónustuna.
6.0
Áskriftarbreytingar
+
−
Viðskiptavinur getur gert áskriftarbreytingar á þjónustunni í verslunum Netvöktun, með því að hafa samband við þjónustuverið eða í gegnum þjónustuvef Netvöktun.
Viðskiptavinur getur ávallt stækkað eða minnkað áskriftarleið sína. Sé áskriftarleið stækkuð tekur breytingin strax gildi á þeim degi sem óskað var eftir henni og greiðir viðskiptavinur hlutfallslegt gjald fyrir stækkunina á næsta reikning. Sé áskriftarleið minnkuð þá tekur sú breyting gildi frá og með næstu mánaðarmótum.
7.0
Greiðslur
+
−
Viðskiptavin ber að greiða fyrir þjónustuna samkvæmt 2., 3., og 6. gr. skilmála þessara sem og gildandi verðskrá hverju sinni. Að öðru leyti gilda Almennir skilmálar um greiðslu fyrir þjónustuna.
8.0
Uppsögn
+
−
Ákveði viðskiptavinur að segja upp þjónustu sinni hjá Netvöktun eða flytja hana annað, greiðir hann fyrir þjónustuna út þann mánuð sem henni er sagt upp í.
Við uppsögn ber viðskiptavin að skila endabúnaði. Ef búnaði er ekki skilað verður áfram gjaldfært fyrir mánaðarlegt leigugjald samkvæmt gildandi verðskrá, þar til honum hefur verið skilað. Sé þjónustu sagt upp um mánaðarmót hefur viðskiptavinur þó fimm virka daga til þess að skila búnaði til Netvöktun.
Að öðru leyti gilda ákvæði Almennra skilmála um uppsögn.
9.0
Breytingar á skilmálum
+
−
Netvöktun áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna þjónustunnar í samræmi við Almenna skilmála Netvöktun og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma. Munu slíkar breytingar tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og með sannanlegum hætti.