Nýtt spilliforrit sem dulbýr sig sem Chrome vafri

In Fréttir by admin

Öryggissérfræðingar hafa uppgötvað nýtt spilliforrit sem eftirlíkir Google chrome og vonast eftir því þú takir ekki eftir muninum.

Eins og greint er frá í PCRisk, þá virkar „eFast vafrinn“ þannig að hann setur sig í stað Google Chrome. Það er byggt á Google Chrome opnum hugbúnaði, svo það er eins í útliti og manni finnst það vera Chrome við fyrstu sýn, en hegðun hans er miklu verra.

Samkvæmt Malwarebytes samsteypunni gerir spilliforritið sig sjálfgefið í stýrikerfinu og tekur yfir nokkur skráarkerfi, þar á meðal HTML, JPG, PDF, og GIF. Það rænir einnig samskiptaleiðum sem vefsíður nota, svosem HTTP, HTTPS, og tölvupósti(MAILTO), spilliforritið líkir eftir Google Chrome upphafssíðu og flýtileiðum með hennar í eigin útgáfu. Í meginatriðum, opnar eFast vafrinn sig við hvaða tækifæri sem gefst.

Meðan á notkun stendur á eFast vafranum, birtast stöðugt auglýsingar efst á síðunni sem þú ert að heimsækja. Sum þessara auglýsingar leiða til vefverslana, á meðan aðrar auglýsingar beina hugsanlega að illgjörnum vefsíðum, þar sem hætta er að fá fleirri spilliforrit í tölvuna þína. PCRisk varar einnig við að vafrinn safnar upplýsingum sem gætu verið persónulegar. Það er óljóst hvort eFast vafrinn fylgi einhverskonar öryggisreglum um meðferð persónuupplýsinga. (Félagið á bak eFast vafrann, Clara Labs, hefur sína eigin öryggisskilmála, og þegar þú reynir að hlaða síðunni þeirra upp í google chrome kemur aðvörun frá google um að spilliforrit sé þar á vefsíðunni.)

Og hvernig kemst svo eFast vafrinn inná tölvuna þína?
Jú, eins og í flest öllum tilfellum, þá felur það sig í uppsettningarforriti á hinum og þessum hugbúnaði. Það er að segja, þegar þú ákveður að setja upp nýtt myndvinnsluforrit á tölvuna þína getur verið valmöguleiki í uppsettningarferlinu að þú samþykir að forritið megi setja inn allskonar spilliforrit.
Virt hugbúnaðarfyrirtæki hafa verið þekkt fyrir setja svona í uppsettningarforrit sín. Og þá vil ég einnig leggja áherslu á að uppsettningarforrit fyrir fríar vírusvarnir eru þekktar fyrir að koma spilliforritum fyrir í tölvuna þína, þótt ótrúlegt megi virðast.

Heimildir að þessari grein koma úr :
PcWorld
Malwarebytes