Netvöktun verður Microsoft silfur samstarfsaðili

In Fréttir by admin

Microsoft silfur samstarfsaðiliVið erum stolt af því að tilkynna að við höfum nýlega náð Silver Partner Competency.

Að gerast Microsoft silfur samstarfsaðili þýðir að okkur hefur tekist að sýna sérþekkingu okkar með ströngum kröfum og prófum Microsoft. Sem Microsoft Silver Partner höfum við aukið aðgengi að Microsoft samstarfsnetinu sem gerir okkur kleift að stöðugt styrkja getu okkar á nýjustu tækni. Til að tryggja hágæða þjónustu, krefst Microsoft einnig að fá tilvísanir frá viðskiptavinum um árangursríka framkvæmd og ánægju viðskiptavina gagnvart Netvöktun. Með öðrum orðum sýnir þetta samstarfsverkefni að bæði Microsoft og viðskiptavinir okkar viðurkenni getu okkar til að afhenda hágæða tæknilausnir.

„Með því að ná fram silfurvottun hafa samtök reynt á sérþekkingu sína á sérstökum sviðum upplýsingatækninar, þar sem þau eru meðal 5% samstarfsaðila Microsoft um allan heim,“ sagði Jon Roskill, varaforseti, Worldwide Partner Group hjá Microsoft Corp. „Þegar viðskiptavinir leita að tæknilegum samstarfsaðila til að mæta viðskiptalegum viðfangsefnum sínum, er snjallt ferli að velja fyrirtæki sem hefur náð árangri hjá Microsoft. Þetta eru mjög hæfir sérfræðingar með aðgang að tæknilegri aðstoð og sölufulltrúm Microsoft. “

„Við hjá Netvöktun kappkostum við að skilja þarfir viðskiptavina okkar og veita nýjar viðskiptahugmyndir til að bæta framleiðni, ferli og hagkvæmni þeirra.“ Sagði Aron, sérfræðingur hjá Netvöktun. „Með þessari viðurkenningu getum við betur styrkt getu okkar og haldið áfram að verða leiðandi á markaðnum. “

Hér má sjá vottorð okkar