Hvað gerist fyrir ókeypis windows 10 uppfærslur eftir 29. júlí 2016

In Fréttir by admin

Það eru 10 mánuðir síðan Microsoft fordæmalaust bauð almenningi uppá ókeypis uppfærslu í nýjasta stýrikerfið þeirra windows10. Tilboðið opinberlega rennur út þann 29. júlí 2016, á eins árs afmæli stýrikerfisins. En hvað gerist þá? Ég sé þrjár mögulegar atburðarrásir.

Metnaðarfulla áætlun Microsoft til að fá Windows 10 keyrandi á milljarð tækja innan næstu árum veltur að miklu leyti á árangri ókeypis uppfærslunar.

Þegar fyrirtækið tilkynnti fyrst skilmálana í maí síðast liðinn, þá fylgdi bókstaflega stjarna og smátt letur. Þessir skilmálar hafa breyst lítillega á síðustu mánuðum, en einn þáttur hefur haldist stöðug: „Tilboðið er gott fyrir eitt ár eftir framboði á Windows 10“.

Hér má sjá raunverulega orðalagið á skilmálum tilboðsins, eins og það birtist í dag:

It’s free and easy
Upgrade confidently – 100+ million fans have upgraded and are loving it. You’ll have a free, full version of Windows 10 — not a trial or a lite version — if you complete your upgrade before July 29, 2016.

Og þetta er það sem nú birtist í smáa letrinu neðst þá síðu (áherslu bætt við):
windows-10-offer-fine-print-2016
Staðreyndin er sú, að raunverulega markmið Microsoft með þessu ókeypis uppfærslu tilboði er ekki bara til að fá Windows 10 uppsett á milljarða tækja… Langtímamarkmið þeirra er að hjálpa til við að loka windows 7 kaflanum með skipulögðum hætti áður en skuldbinding þeirra við að styðja windows 7 lýkur þann 14. janúar 2020.

Sumar þessara Windows 7 tölva verða einfaldlega komnar í endurvinnsluna, að sjálfsögðu. En hvað um þær sem eru aðeins nokkura ára gamlar og eiga enn fjögur ár eftir af nothæfu lífi ? Stjórnendur Microsoft hljóta að fá kaldann hroll niður bakið við tilhugsunina að hundruði milljóna tækja verða enn keyrandi Windows 7 á nýársdag 2020 , og hlýtur það að vekja upp minningar af sóðalegum endalokum Windows XP.

Ég sé að minnsta kosti þrjár mögulegar atburðarásir spilast út þegar 29. júlí 2016 kemur :

Atburðarás 1 : Microsoft heldur sig við frestinn sem tilboðið hljóðar uppá, og byrjar að rukka fyrir Windows 10 uppfærslur.

Það er nóg af fordæmum fyrir þessu, miðað við fyrri hegðun. Fyrir Windows 7 og 8, bauð Microsoft uppá töluverðann afslátt og sleit svo þeim tilboðum nokkrum mánuðum eftir, án nokkura framlenginga. Ég geri ráð fyrir því að það gæti gerst hér líka. En er það skynsamlegt ?

Eiginlega ekki.

Það er engin fjárhagsleg ástæða fyrir því að skera á línuna eftir eitt ár. Sögulega, eru smásölu uppfærslur aðeins brotabrot af tekjum Microsoft, og sem dæmi þá voru tekjur Microsoft árið 2014 af Smásölu-uppfærslum aðeins rétt rúmlega 3milljarðir. Á meðan Commercial leyfin seldust fyrir tæplega 42milljarða.
Smásölu leyfin lækkuðu töluvert árinu seinna(2015), og fóru niður fyrir 2milljarða markið. Sem þýðir einfaldlega, að þeir sem eru tilbúnir að kaupa windows 10 uppfærsluna eftir 29. júlí næstkomandi verða eflaust löngu búnir að sækja sér ókeypis uppfærsluna ! (Segir sér sjálft)

Að biðja núverandi Windows 7 notendur að borga 13-20þúsund eftir að hafa eytt heilu ári við að forðast ókeypis uppfærslur virðist eins og viss leið til að tryggja að þeir muni aldrei uppfæra. Sem mun auka töluverðar líkur á sömu sóðalegu windows XP óreiðunni þann 14. janúar 2020 þegar þeir hætta að styðja windows 7.

Ég tel þessa atburðarrás mjög ólíklega!

Atburðarrás 2: Microsoft framlengir ókeypis uppfærslu sína ótímabundið.

Aðal ástæðan þess að setja gildistíma á ókeypis tilboðið er eingöngu markaðs taktík. Þeir setja knýjandi rödd í hausinn á okkur sem segir „Þú verður að bregðast við núna, ekki verða eftir“

Fræðilega, þegar tilboðið rennur út, gæti félagið lýst því yfir að velgengni ókeypis uppfærslunar hafi farið fram úr öllum væntingum, taumlaus árangur og bara framlengt tilboðið.

En , það eina sem sú aðferð gerir er að veita afsökun fyrir letingjum að ýta á undan sér boltanum niður vegin eins lengi og mögulegt er. Og það stemmir ekki við nein markmið Microsoft, og þar af leiðandi íhuga ég þessa atburðarás mjög ólíklega.

Atburðarrás 3 : Ný „ókeypis uppfærsla“ kemur í stað núverandi tilboðs.

Ég tel þessa atburðarás mjög líklega.

Nýlega ýtti Microsoft út stórri uppfærslu á Windows 10 sem þeir kalla „Redstone“ sem innihélt mikið af nýjum kóða sem þurfti að prufa á almennum markaði. Og í nýja módelinu þeirra „Windows as a Service“ segir Microsoft að við getum búist við tveimur til þremur stórum uppfærslum á ári. Núna hafa þeir rúmlega tvo mánuði til að sannfæra þá sem hafa ekki uppfært í Windows 10 að nýta sér þetta stórkostlega ókeypis tilboð.

Og svo þegar 29. júlí 2016 kemur, verður það fullkomið tækifæri fyrir þá að monta sig af velgengni af þessari ókeypis uppfærslu, og að það hafi gengið svo vel að þeir muni framlengja það í takmarkaðan tíma (Mundu, raunverulega ástæðan fyrir þessum frestum er markaðs tækni, og bætir brýnni þörf á að uppfæra… Litla röddin í hausnum á okkur segir „Ekki verða eftir, nýttu þér þetta tilboð“)

Ein möguleg dagsetning verður 31. október 2016. En það er þegar OEM sala á nýjum tölvum með Windows 7 Professional opinberlega endar.

Önnur möguleg dagsetning verður 31. desember 2016 , Nýjar reglur fyrir nýtt ár ; Nýttu þér þetta frábæra hátíðartilboð í síðasta skiptið.

En,

líklegasta dagsetningin frá mínu sjónarmiði verður 17. júlí 2017 sem er dagsetningin þegar Microsoft stefnir að því að hætta stuðningi fyrir Windows 7 og Windows 8.1 á tölvur sem eru með nýjustu gerðir af Intel örgjafa sem kallast „Skylake“. Aðlögun þessarar dagsetningar væri fullkomlega í samræmi við langtíma markmið Microsoft og býður uppá gulrót (ókeypis uppfærslu) alveg til hins síðasta dag fyrir viðskiptavini sem vilja ekki verða eftir.

Eftir að hafa fylgst með Microsoft í aðgerðum undanfarin ár, er ég nokkuð viss um að jafnvel æðstu stjórnendur Microsoft eru ekki búnir að ákveða hvað eigi að gera næstu sex mánuði. Sú ákvörðun gæti verið tekin mjög seint, og það mun vissulega ekki vera opinberað á næstunni !

Ef einhver reynir að segja þér að þeir viti hvað muni gerast á þessum degi,, ekki trúa þeim.