Google endurskoðar allt í kring um gervi-greind

In Fréttir by admin

Gervigreind er nú þegar að flokka póstinn þinn og þýða leit framkvæmd með rödd þinni. Að kenna vélum að læra mun gegna stærra hlutverki í þjónustum Google.

Móðurfélag google, Alphabet, gaf út ársfjórðungs skýrslu sína á þriðjudaginn sem sýndi töluverða aukningu frá því í fyrra. Núverandi framkvæmdarstjóri Sundar Pichai spilaði stórt hlutverk í því, og inn á milli þess að spjalla um fjárhag Google sagði hann frá því að þeir hugsa mikið um að kenna vélum að læra og hversu mikilvægt það væri fyrir Google í framtíðinni.

Að kenna vélum að læra er kjarna og umbreytanleg leið hvernig við erum að endurskoða allt sem við gerum, sagði Sundar.

Hann setti kastljós á útibú gervigreindar sem er að fá meiri athygli undanfarið. Það felur í sér að nota tölvu reiknirit sem getur „lært“ með tímanum. Algengt dæmi er notkun þess í tölvupósti , þar sem vélar fylgjast með hegðun notandans og hvað notandinn telur vera ruslpóstur og hvað ekki.

Á Google leitarvélinni hefur þetta verið notað lengi við raddleitir og tungumálaþýðingar, og sagði Puchai að tæknin hafi þróast hratt undanfarin tvö ár.

„Fjárfesting okkar í gervigreind og að kenna vélum að læra er forgangsmál hjá okkur“, sagði Pichai. Microsoft, IBM og Facebook eru að fjárfesta í svipuðum sviðum, og er gervigreind og vélar sem læra að koma meira og meira í forrit ætluðum fyrirtækjum.

Pichai sagði : „Við erum að innleiða þetta í allar okkar vörur og þjónustur, hvort sem það er leitarvélin, auglýsingar, Youtube eða Google play.“ – „Við erum að taka fyrstu skrefin okkar í þessu, en þið munuð sjá okkur kerfisbundið hugsa um hvernig við getum sett gervigreind og vélar sem læra í öll þessi svið“

Hann gaf engin sýnishorn, en það er ekki erfitt að ímynda sér hvernig þetta mun niður koma. Hann talaði um gervigreind í samhengi við farsíma, til dæmis; að hann gæti greint hvort þú sért heima hjá þér, í vinnunni eða í bílnum og þannig gefið þér viðeigandi upplýsingar.

Á þriðjudaginn var í fyrsta skiptið sem Alphabet gaf út niðurstöður Google, en Alphabet var sett á laggirnar fyrr á árinu, og verður Google aðeins einn partur af því.
Með því að búa til móðurfyrirtæki var ein leið til að aðskilja kjarnastarfsemi Google eins og leitarvélina, auglýsingar og Youtube frá öðrum sviðum eins og sjálfkeyrandi bílum.

Næsta ársfjórðung, mun Alphabet gefa út afkomu og fjárhagsáætlanir fyrir hverja deild. Þeir segja að markmiðið sé að hafa kjarnastarfsemina meira áberandi. Fyrir hverja deild, þar á meðal Google, mun Alphabet gefa út tekjur, hagnað og fjárfestingar, sagði fjármálastjóri Ruth Porat.

Þó það væri venjulegur dagur á þriðjudaginn, þá voru niðurstöður ársfjórðungs nokkuð góðar hjá Google. Heildartekjur Google jókst um 13 prósent frá fyrra ári sem gera $18.7 milljarða dollara og stökk hagnaðurinn um 45 prósent sem gera $3.9 milljarðir dollara.

Þessi aukning kom aðalega frá farsímaleitum sagði Porat. Á síðasta ársfjórðung fóru leitarniðurstöður farsíma fram yfir leitarniðurstöður sem gerðar voru á borðtölvum í fyrsta skipti í sögunni og spilaði Indland stórann hlut í leitarniðurstöðum farsíma.

Tekjur frá YouTube jókst einnig á „verulegum hraða“ sagði hún, og sjálfvirk innkaup á auglýsingum fyrirtækja kom þar sterkt til sögunar.

Google for Work jókst „gríðarlega hratt“ sagði Porat. Áskrifendur Google Drive for Work fór yfir eina milljón á síðasta ársfjórðungi í fyrsta sinn, sagði hún.

Puchai sagði einnig að Google sé að fjárfesta miklum tíma og peningum í skýjaþjónustu Google, sem er að keppa hart við þjónustur á við Microsoft Azure og Amazon Web Service.

Það var þó ekki allt dansandi á rósum. Tekjur sem Google fær við það þegar notandi smellir á auglýsingu jókst um 23prósent frá því í fyrra, en sú upphæð sem Google fær fyrir hvert smell hefur lækkað um 11 prósent, og heldur áfram að lækka.