Facebook uppfært – var að nota of mikið iphone batterí

In Fréttir by admin

Iphone eigendur hafa kvartað mikið undanfarið yfir því að facebook sé að tæma batteríið á símanum þeirra, og er Facebook að gefa út uppfærslu til að laga þetta vandamál.

Fyrsta uppfærslan, sem var gefin út í gær lagar álagið á örgjafann.
En þessi galli fannst í facebook kóðanum og hegðar sér alveg eins og barn í bíl sem spyr stanslaust, ‘Erum við komin?’ ‘Erum við komin?’ ‘Erum við komin?’ ‘Erum við komin?’ – sem hjálpar ekkert við tímann sem tekur við að komast á staðinn.
Facebook forritarinn Ari Grant skrifaði að með uppfærslunni í gær mun facebook virka mun betur og verða hraðvirkari. Það mun einnig opna fyrir fleirri möguleika að gera facebook hraðvirkara og betra.

Facebook fann annann galla sem lýsir sér þannig að facebook heldur áfram að spila hljóð úr videoum sem þú hefur spilað , án þess að þú heyrir neitt og þótt þú setur facebook í bakgrunninn þá heldur hljóðið áfram að spila og þar af leiðandi notar facebook töluvert af batteríinu þínu. Grant sagði að facebook muni laga þennann galla og að þeir muni setja mikla orku við að þróa facebook svo það noti ekki eins mikið batterý. (En það er óljóst hvort það hafi komið í uppfærslunni í gær)

Afhverju skiptir þetta máli ?

Facebook er vinsælasta appið fyrir farsíma í bandaríkjunum, 125.7 milljónir bandaríkjamenn nota appið á hverjum degi, og appið er næst vinsælasta fría appið í App Store (með Facebook Messenger í fyrsta sæti) . Svo það er ljóst að þessi batterí vandamál eru að hafa áhrif á hundruði milljóna notendur um allann heim.
Það er erfitt að skilja afhverju Facebook lætur þessi vandamál oft hjá sér leiða eins og þetta, þó svo að notendur kvarti á heimsvísu. En við vitum það núna , að þeir eru farnir að hlusta á samfélag tæknimanna við að leysa úr mikilvægum vandamálum

Heimildir
Facebook
PcWorld
Apple