Við erum Netvöktun.

Við höfum heilmikla ástríðu fyrir því sem við gerum og leyfum sköpunargleðinni ávallt að njóta sín.

Okkar markmið er að bjóða uppá alhliða tæknilausnir.


Hver erum við.

Netvöktun var sett á laggirnar vegna fjölda eftirspurna á lausnum sem voru ekki í boði á þeim stöðum sem fyrirtækin eru á.

Við erum í samstarfi við marga helstu tæknirisa á íslandi og einnig erlendis frá.

Sigurður

Kerfisfræðingur


María

Hönnuður


Helgi

Forritari


Aiden

Markaðsfræðingur

Hönnun

Hvort sem það er að hanna stór tæknikerfi eða litla vefi þá er netvöktun með snjallar lausnir sem aðlaga sig að fyrirtækinu. Það er mikilvægt að vera með viðskiptaaukandi lausnir. Við mætum þörfum viðskiptavina okkar með því að beita ávallt vönduðum og faglegum vinnubrögðum í öllum okkar verkum og við fáum ykkur með okkur í lið við að hanna lausnina.

Stefna

Hlutverk okkar er að auka og beturumbæta tæknikerfi íslenskra fyrirtækja. Þetta gerir fyrirtækið m.a. með því að bjóða upp á snjallar tæknilausnir og minnka þannig kostnað fyrirtækja við að þróa og reka sín tæknikerfi. Stefna okkar er að bjóða uppá alhliðalausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga því hvað er betra en að hafa einn tækniaðila sem sér um öll tæknimálin.

Viðmót

Snjallir vefir eru vefir sem láta vel að öllum skjástærðum. Hvort sem þú ert með lítinn snjallsíma eða risastórann skjá þá aðlagar vefsíðan sig að stærð skjásins. Við hönnum einungis snjalla vefi í dag þar sem flest allir eru komnir með snjallsíma og nota hann mikið við að nálgast upplysingar á netinu. Prufaðu núna að minnka stærðina á vafranum þínum.

Þjónustan

Við störfum eftir verkferlum sem tryggja að þjónusta okkar er bæði áreiðanleg og örugg. Á hjálparborði okkar geta viðskipavinir okkar fengið aðstoð við sín mál fljótt og örugglega. Hvort um er að ræða að setja inn smá texta á vefsíðu og allt uppí það að leysa flókin verkefni í tölvukerfinu þínu, þá er netvöktun með lausnina.

Hvernig vinnum við vefsíðuna


Stefna og þarfagreining er greining á þörfum viðskiptavinar, stefna og markmið fyrirtækisins. Þannig eru markmiðin skilgreind í víðasta samhengi og vefstefna fyrirtækisins mótuð, s.s. markmið vefsvæðis, markhópar og tilgangur.

Með góðri þarfagreiningu má bæði spara tíma starfsmanna og fjármuni fyrirtækja, ásamt því að auka tekjur þess til muna. Þarfagreining er mismikil eftir stærð vefsvæða.

Farið er í alla liði viðmótshönnunar, s.s. staðsetningu á valmynd, framsetningu á efni, skipulag og hverslags útlit höfðar til áætlaðar markhóps.

Farið er ítarlega yfir hvern lið fyrir sig svo vefurinn nýtist sem flestum á sem bestan hátt.

Í samráði við verkkaupa verður unnin tillaga að nýju útliti vefsins, sem byggja mun á óskum verkkaupa og faglegum vinnubrögðum vefhönnuðar. Tillagan verður lögð fyrir verkkaupa og þróuð í samráði við hann þar til sátt ríkir um útlit og virkni vefsins

Að lokinni úttekt sjá starfsmenn okkar um uppsetningu og innleiðingu vefsíðunnar. Tveim mánuðum eftir að vefur er settur í loftið er tekin stöðu úttekt. Með því getum við mælt árangur og fylgt eftir markmiðum.

Hafðu samband við okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þitt fyrirtæki.